Myndin fannst ekki!
 
Athugasemdir:
Hafnarstræti í Reykjavík, horft til austurs.

Í neðra hægra horninu glittir í Pósthússtræti 3, steinhús sem hýsti barnaskóla Reykjavíkur (1883-1898) og síðar lögreglustöð. Þrílitur fáni með láréttum röndum blaktir við hún á móts við Thomsens-magasin, í neðra vinstra horni myndarinnar. Trúlega gamli þýski fáninn sem var þrílitur - svart, hvítt, rautt - enda var Thompsen þýskur konsúll.

Guðjón Friðriksson bætir við á FaceBook: Húsið hérna næst til vinstri mun vera Hafnarstræti 1-3 (Fálkahúsið) áður en því var breytt í núverandi horf en það mun hafa gerst 1907 ef ég man rétt.
Sjá einnig Gamlar ljósmyndir á FaceBook