Á þessu er einn stór galli: Microsoft og Netscape útfærðu DHTML ekki á sama hátt þannig að ekki er hægt auðvelt að skrifa vefsíður með svipaða virkni í báðum vefsjám. Reyndar var það Microsoft sem fylgdi nokkurn veginn hinum alþjóðlega staðli (frá WWW Consortium) en Netscape hélt sig við eigin aðferðir og missti við það forystuna á markaðnum.
Þessar vefsíður fjalla aðallega um samskipti vefsjáa við vefþjóna og forritun með Perl og JavaScript. Til þeirra hluta dugir HTML 3.2 ágætlega og því verður ekki eytt meira púðri í DHTML hér. Fyrir áhugasama er hér krækja á vefsíður þar sem útgáfa 4.01 af HTML er skilgreind í smáatriðum.
Í rauninni má líta svo á að amk. þrjár útgáfur af HTML séu nú í gangi samtímis: Wilbur, DHTML og XML/XHTML. Hver um sig þjónar ákveðnum markhóp og á þannig á sinn tilveru rétt. Wilbur og DHTML staðlarnir verða væntanlega ekki þróaðir neitt frekar en framþróunin verður í flóknari vefsíðuforritun með XML eða XHTML og kannski svokölluðum merkingarbærum vef (Semantic Web), sbr. nýlega grein í Scientific American (maí 2001) eftir Tim Berners-Lee o.fl, en hann er einmitt höfundur HTML málsins.