Ítölsk málfræði eftir Frey Þórarinsson. 2. útgáfa.
Bókin er eingöngu gefin út rafrænt og er ókeypis.
Hér er hún sem pdf-skjal tilbúið til prentunar, en hún er líka aðgengileg á
vef Landsbókasafnsins.
|
Æfðu ítalskar sagnbeygingar í tölvunni
Reglulegar sagnir - allir fjórir flokkarnir
Sagnirnar avere og essere - í helstu tíðum
Aðrar algengar óreglulegar sagnir í nútíð
Algengar sagnir með óreglulegan lýsingarhátt þátíðar
|
Yfirlit um tíðir og hætti ítalskra sagna
Það er stundum erfitt að átta sig á því hverju hinar fjölbreyttu beygingar ítalskra sagna ættu að samsvara á íslensku
og hvað öll þessi ítölsku nöfn á tíðum og háttum mundu heita á íslensku.
Hér er því eitt A4 pdf-skjal þar sem beygingum að vera og essere
er stillt upp hlið við hlið til að skýra málið.
|
Orðum flett upp á netinu
Wordreference er ágæt orðabók á netinu
og býður bæði upp ítalskar/enskar þýðingar og enskar/ítalskar þýðingar.
Á vefnum Verbix er boðið upp á sagnbeygingar
á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Óreglulegar beygingarmyndir eru auðkenndar með því að birta þær í öðrum lit.
|
Il Menu ... ítalskir matseðlar í símanum þínum
Flestir þekkja það að vera með matseðil fyrir framan sig og skilja ekki ítölsku heitin á réttunum.
Þeim sem eiga Android snjallsíma býðst nú símaforrit þar sem eru gefnar eru skýringar á þúsund ítölskum orðum um mat.
Athugið að síminn þarf ekki að vera í netsambandi meðan forritið er notað!
Forritin eru bæði ókeypis og þau er auðveldast að finna á Google Play með því að nota leitarorðið Einmitt.
Íslensku útgáfuna er hægt að sækja beint á Google Play: Menuinn,
og ensku útgáfuna er líka hægt að sækja beint:
Il Menu.
|
Ítölsk orðabók ... í símanum þínum
Margar orðabækur fyrir Android snjallsíma er að finna á Google Play,
en flestar þeirra krefjast þess að notandinn sé í netsambandi.
Það getur bæði verið bagalegt og óþarflega kostnaðarsamt.
Hér er hins vegar ókeypis
ítölsk/ítölsk orðabók
sem er öll geymd í minni símans og því alltaf aðgengileg. Innihald hennar er fengið úr opnu ítölsku wiki-orðabókinni.
Besta leiðin til að spá í ítölsk orð er auðvitað að fá ítalskar skýringar ... og reyna að skilja þær.
|