Vefforritun með HTML, JavaScript og Perl

Á haustmánuðum 2001 hélt ég námskeið um vefforritun á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og 3F - Félag um upplýsingatækni og menntun. Kennsluefnið var að verulegu leiti vefsíður um HTML, Perl, JavaScript og CGI-forritun sem ég hef tekið saman gegnum tíðina. Námskeiðið var að hluta fjarnám þar sem lögð voru fyrir þátttakendur nokkur vefforritunarverkefni og þau síðan leyst í áföngum.

Hér er zip-skrá sem inniheldur vefsíður með kennsluefninu, verkefnunum og lausnum þeirra, alls um 290 skrár. Þetta efni er öllum frjálst að nota á hvern þann hátt sem þeim þóknast. Best þætti mér ef einhverjir kennarar sæu ástæðu til að setja vefinn upp í skólum sínum og veita nemendum aðgang að honum.

Ef menn rekast á villur eða hafa eitthvað annað um vefinn að segja má gjarnan senda mér póst á freyrth@hotmail.com.

Freyr Þórarinsson