Talnarunur
Vektorar
Fylgni
Leitni
Besta línuleg nálgun
Nálgun með fjölliðum
Nálgun með öðrum föllum
  Þegar gildi í talnarunu hafa eitthvert nokkurn veginn kyrrstætt meðaltal, dugir ágætlega að lýsa dreifingu þeirra með kennistærðum talnasafns. Stundum er hins vegar ákveðin þróun í rununni sem þarf að taka tillit til þegar röðinni er lýst eða gert reiknilíkan af henni.

Tökum sem dæmi tölurnar í töflunni hér fyrir neðan, sem sýna fjölda flugferða í millilandaflugi Flugleiða 1982-1992. Augljóslega fjölgar ferðunum nokkuð stöðugt á þessu tímabili, og við höfum bæði áhuga á að meta vöxtinn og skoða hvaða frávik einstök ár sýna miðað við þessa langtíma tilhneigingu eða leitni.

Ár 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992
Fjöldi  4040 4402 4866 5455 5773 7209 7001 5776 6518 6806 6742

Við byrjum á því að teikna línurit af gildunum í töflunni, til dæmis með Excel. Til þess að láta Excel sýna feril langtíma tilhneigingar í tímaröðinni smellum við svo á einn punktinn og veljum Insert/Trendline. Þá er boðið upp á ýmsar gerðir falla, til að mynda veldisföll og margliður, en hér er valin bein lína:
Síðan reiknum við út hversu mikið hver punktur víkur frá þessari beinu línu og teiknum annað línurit sem sýnir frávik tímaraðarinnar frá línulegu líkani: